Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 87-84 | Njarðvík marði fyrsta sigurinn Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. apríl 2023 23:48 Njarðvíkingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld. VÍSIR/BÁRA Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84. Grindavík skoraði fyrstu stig leiksins en Njarðvík náði fljótlega yfirhöndinni. Heimamenn voru með mun betri skotnýtingu en gestirnir bættu það upp, að vissu marki, með því að ná fleiri sóknarfráköstum. Nicholas Richotti, í liði Njarðvíkinga, fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði fjórtán stig, þar af tólf fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar leiddu þegar leikhlutanum lauk, 31-23. Í öðrum leikhluta gekk báðum liðum illa að skora en Grindvíkingum þó sýnu verr. Heildarskotnýting gestana hrapaði niður í 33 prósent og þeir bættu aðeins 10 stigum í sarpinn. Stigaskor heimamanna minnkaði minna og í hálfleik höfðu þeir forystuna 50-33. Richotti hafði hægar um sig í öðrum leikhluta en var stigahæstur allra á vellinum í hálfleik með 21 stig. Í þriðja leikhluta gekk stigaskor brösulega framan af. Heimamenn hittu verr en gestirnir bættu sig ekki mikið í þeim efnum. Ólafur Ólafsson hrökk betur í gang og leiddi sitt lið með þriggja stiga körfum. Jafnræði var með liðunum í leikhlutanunum. Grindvíkingar náðu að minnka muninn eilítið og þegar aðeins síðasti leikhlutinn var eftir leiddu heimamenn 67-52. Í fjórða leikhluta vöknuðu Grindvíkingar loks til lífsins. Þeir hittu betur, voru sterkari undir körfunni, keyrðu upp hraðann og gerðu Njarðvíkingum erfiðara fyrir með varnarleik sínum. Leikmenn sem höfðu spilað illa, sérstaklega Damier Pitts, tóku sig á. Gestirnir náðu muninum niður í tvö stig. Áhlaupið kom hins vegar aðeins of seint og Njarðvík náði að halda í sigurinn. Lokatölur 87-84 fyrir heimamenn. Af hverju vann Njarðvík? Með því að byrja miklu betur og halda út leikinn eftir að Grindavík hrökk loks í gang. Njarðvíkingar spiluðu flottan sóknarleik framan af, hittu vel og léku á alls oddi á tímabili. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir heimamenn hversu mikið þeir gáfu eftir í loka leikhlutanum. Tuttugu stiga munur í byrjun seinni hálfleiks færir þér ekkert ef þú slakar of mikið á. Hverjir stóðu upp úr? Nicolas Richotti skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og var stigahæstur allra leikmanna á vellinum. Lisandro Rasio var sterkur undir körfunni fyrir heimamenn og tók fimmtán fráköst. Í liði Grindavíkur stóð Ólafur Ólafsson upp úr með 27 stig og ellefu fráköst. Tuttugu af þessum stigum komu í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Grindvíkinga gekk afar illa. Þeir hittu alls ekki vel og gáfu Njarðvíkingum of mörg opin skot. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem taflið snerist við og þá gekk leikur Njarðvíkinga illa. Heimamenn hittu verr og fóru oft kæruleysislega með boltann. Grindavík þarf að mæta til leiks frá byrjun ef betur á að ganga í leik númer tvö. Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Njarðvík og leikur númer tvö fer fram á heimavelli Grindvíkinga á föstudaginn langa, 7. apríl. „Þetta ræðst á smáatriðum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur en ekkert gríðarlega ósáttur að leik loknum í viðtali við fréttamann Vísis. „Þetta er bara eins og úrslitakeppnin er. Þetta ræðst á smáatriðum. Það var allt of mörg slík sem fóru úrskeiðis hjá okkur, vera á réttum stöðum. Þegar við setjum upp sókn erum við að leita að ákveðnum hlutum og þá skiptir máli hvort þú ferð til hægri eða vinstri. Þessir litlu punktar voru að klikka í gegnum allan leikinn hjá okkur, bæði í vörn og sókn. Það er svekkelsið í þessu.“ Jóhann var ánægður með endurkomu Grindavíkur liðsins í fjórða leikhluta. „Afskaplega ánægður með mitt lið að hafa komið til baka og gefið þessu leik og gott betur. Fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur. Bragi geggjaður, við fengum flottar mínútur frá Nökkva, Breki flottur að ógleymdum Ólafi sem var frábær. Það er ekkert svartnætti þótt við höfum tapað.“ Jóhann tók undir að hans lið yrði að berjast frá fyrstu mínútu í næsta leik einvígsins en fram að því yrði unnið í að finna lausnir á því sem úrskeiðis fór í þessum leik. „Við skoðum þetta, förum vel yfir þetta og reynum að finna lausnir. Það er það sem þetta snýst um. Við mætum klárir á föstudaginn langa. Það er klárt.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84. Grindavík skoraði fyrstu stig leiksins en Njarðvík náði fljótlega yfirhöndinni. Heimamenn voru með mun betri skotnýtingu en gestirnir bættu það upp, að vissu marki, með því að ná fleiri sóknarfráköstum. Nicholas Richotti, í liði Njarðvíkinga, fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði fjórtán stig, þar af tólf fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar leiddu þegar leikhlutanum lauk, 31-23. Í öðrum leikhluta gekk báðum liðum illa að skora en Grindvíkingum þó sýnu verr. Heildarskotnýting gestana hrapaði niður í 33 prósent og þeir bættu aðeins 10 stigum í sarpinn. Stigaskor heimamanna minnkaði minna og í hálfleik höfðu þeir forystuna 50-33. Richotti hafði hægar um sig í öðrum leikhluta en var stigahæstur allra á vellinum í hálfleik með 21 stig. Í þriðja leikhluta gekk stigaskor brösulega framan af. Heimamenn hittu verr en gestirnir bættu sig ekki mikið í þeim efnum. Ólafur Ólafsson hrökk betur í gang og leiddi sitt lið með þriggja stiga körfum. Jafnræði var með liðunum í leikhlutanunum. Grindvíkingar náðu að minnka muninn eilítið og þegar aðeins síðasti leikhlutinn var eftir leiddu heimamenn 67-52. Í fjórða leikhluta vöknuðu Grindvíkingar loks til lífsins. Þeir hittu betur, voru sterkari undir körfunni, keyrðu upp hraðann og gerðu Njarðvíkingum erfiðara fyrir með varnarleik sínum. Leikmenn sem höfðu spilað illa, sérstaklega Damier Pitts, tóku sig á. Gestirnir náðu muninum niður í tvö stig. Áhlaupið kom hins vegar aðeins of seint og Njarðvík náði að halda í sigurinn. Lokatölur 87-84 fyrir heimamenn. Af hverju vann Njarðvík? Með því að byrja miklu betur og halda út leikinn eftir að Grindavík hrökk loks í gang. Njarðvíkingar spiluðu flottan sóknarleik framan af, hittu vel og léku á alls oddi á tímabili. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir heimamenn hversu mikið þeir gáfu eftir í loka leikhlutanum. Tuttugu stiga munur í byrjun seinni hálfleiks færir þér ekkert ef þú slakar of mikið á. Hverjir stóðu upp úr? Nicolas Richotti skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og var stigahæstur allra leikmanna á vellinum. Lisandro Rasio var sterkur undir körfunni fyrir heimamenn og tók fimmtán fráköst. Í liði Grindavíkur stóð Ólafur Ólafsson upp úr með 27 stig og ellefu fráköst. Tuttugu af þessum stigum komu í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Grindvíkinga gekk afar illa. Þeir hittu alls ekki vel og gáfu Njarðvíkingum of mörg opin skot. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem taflið snerist við og þá gekk leikur Njarðvíkinga illa. Heimamenn hittu verr og fóru oft kæruleysislega með boltann. Grindavík þarf að mæta til leiks frá byrjun ef betur á að ganga í leik númer tvö. Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Njarðvík og leikur númer tvö fer fram á heimavelli Grindvíkinga á föstudaginn langa, 7. apríl. „Þetta ræðst á smáatriðum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur en ekkert gríðarlega ósáttur að leik loknum í viðtali við fréttamann Vísis. „Þetta er bara eins og úrslitakeppnin er. Þetta ræðst á smáatriðum. Það var allt of mörg slík sem fóru úrskeiðis hjá okkur, vera á réttum stöðum. Þegar við setjum upp sókn erum við að leita að ákveðnum hlutum og þá skiptir máli hvort þú ferð til hægri eða vinstri. Þessir litlu punktar voru að klikka í gegnum allan leikinn hjá okkur, bæði í vörn og sókn. Það er svekkelsið í þessu.“ Jóhann var ánægður með endurkomu Grindavíkur liðsins í fjórða leikhluta. „Afskaplega ánægður með mitt lið að hafa komið til baka og gefið þessu leik og gott betur. Fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur. Bragi geggjaður, við fengum flottar mínútur frá Nökkva, Breki flottur að ógleymdum Ólafi sem var frábær. Það er ekkert svartnætti þótt við höfum tapað.“ Jóhann tók undir að hans lið yrði að berjast frá fyrstu mínútu í næsta leik einvígsins en fram að því yrði unnið í að finna lausnir á því sem úrskeiðis fór í þessum leik. „Við skoðum þetta, förum vel yfir þetta og reynum að finna lausnir. Það er það sem þetta snýst um. Við mætum klárir á föstudaginn langa. Það er klárt.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti