Lögmannafélagið áminnir lögmann vegna meintra lyga laganema Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 20:00 Myndin er tekin í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur en tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Lögmannafélag Íslands hefur áminnt lögmann vegna starfsmanns lögmannsins, sem var laganemi, og talinn var hafa siglt undir fölsku flaggi. Laganeminn kvaðst vera að vinna að verkefni í refsirétti og bað rannsóknarstofu Háskóla Íslands, í lyfja- og eiturefnafræði, um aðstoð í tengslum við verkefnið. Svar rannsóknarstofunnar var lagt fram sem sönnunargagn í sakamáli lögmannsins degi síðar. Fulltrúi lögmannsins, laganeminn, hafði samband við rannsóknarstofuna í maí í fyrra og bað um samband við tiltekinn starfsmann, sem féllst á að aðstoða nemann. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni í refsirétti sem varðar tengingu fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs […] og hvar skilin liggja á milli fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs, sérstaklega þegar um er að ræða notkun lyfja á borð við Ritalin og Medikinet, svo dæmi sé tekið,“ sagði laganeminn í tölvupósti sem hann sendi úr háskólanetfangi sínu á starfsmanninn. Starfsmaður rannsóknarstofunnar svaraði spurningu laganemans ítarlega og sagði rannsóknarverkefnið áhugavert. Degi síðar lagði lögmaður fram svarið sem sönnunargagn í dómsmáli, sem varðaði einmitt meintan akstur undir áhrifum tiltekinna tegunda lyfja. Beitt visvítandi blekkingum Rannsóknarstofa háskólans taldi að laganeminn hafi vísvitandi beitt blekkingum í því skyni að leggja fram skjal sem myndi kasta rýrð á fyrirliggjandi skjal í dómsmáli, enda rannsaki stofan jafnan sýni í sakamálum þegar meint notkun ávana- og fíkniefni er til álita. Lögmaðurinn bæri ábyrgð á störfum laganemans. Laganeminn neitaði að hafa beitt blekkingum. Hann hafi verið að vinna að rannsóknarverkefni, sem þó væri skammt á veg komið. Áhugi á verkefninu hafi einmitt kviknað þegar hann aðstoðaði lögmanninn við varnir í téðu sakamáli. Hann hafi gert sér grein fyrir því að svör rannsóknarstofunnar gætu nýst þegar þau bárust. Venja að aðstoða nemendur Háskóli Íslands krafðist þess að lögmanninum yrði gert að sæta áminningu enda hefði laganeminn, á ábyrgð lögmannsins, villt á sér heimildir og beitt blekkingum. Venja sé að aðstoða nema endurgjaldslaust við rannsóknarverkefni og gjald hefði verið tekið, hefði laganeminn komið hreint fram. Þá hafi nemandinn ekki kynnt sig sem lögfræðing, gefið upp vinnunetfang eða annað sem gæti gefið til kynna að hann hafi óskað eftir gögnum vegna starfans. Þvert á móti hafi hann sent póst úr háskólanetfangi og sagst vera að vinna að rannsóknarverkefni í refsirétti. Hvergi hafi verið minnst á yfirvofandi sakamál og tengsl laganemans við verjendastörf lögmannsins í málinu. Allra lögmætra úrræða neytt Lögmaðurinn hélt því fram að fjölmargir vankantar væru á rannsókn stofunnar í tengslum við sakamálið og væri því verið að kvarta til Lögmannafélagsins. Hvorki lög né siðareglur lögmanna hafi verið brotin, enda hafi framlagning matsgerðarinnar verið í þágu þeirrar skyldu að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta hagsmuna umbjóðenda. Rangar fullyrðingar háskólans fælu í sér aðför að æru og virðingu sem ekki yrði við unað. Ekkert óeðlilegt væri við að áhugi nema, og annarri, kvikni í tengslum við störf. Lögmannafélagið sagði að laganemanum hafi borið skylda til að upplýsa starfsmann rannsóknarstofu háskólans um störf sín og tengsl við dómsmálið. Ekkert hafi komið fram sem gæfi til kynna að hann væri raunverulega að vinna að rannsóknarverkefni. Þó svo væri bæri samt sem áður að upplýsa um tengsl hans við málið. Háttsemin samrýmdist þar af leiðandi hvorki þeirri tillitssemi sem lögmönnum beri að sýna né verði talin í samræmi við góða lögmannshætti. Rétt þótti að áminna lögmanninn, vegna háttsemi laganemans, vegna málsins. Uppfært: Rétt er að taka fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, úrskurðaði í málinu, ekki Lögmannafélagið sjálft. Lögmennska Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fulltrúi lögmannsins, laganeminn, hafði samband við rannsóknarstofuna í maí í fyrra og bað um samband við tiltekinn starfsmann, sem féllst á að aðstoða nemann. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni í refsirétti sem varðar tengingu fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs […] og hvar skilin liggja á milli fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs, sérstaklega þegar um er að ræða notkun lyfja á borð við Ritalin og Medikinet, svo dæmi sé tekið,“ sagði laganeminn í tölvupósti sem hann sendi úr háskólanetfangi sínu á starfsmanninn. Starfsmaður rannsóknarstofunnar svaraði spurningu laganemans ítarlega og sagði rannsóknarverkefnið áhugavert. Degi síðar lagði lögmaður fram svarið sem sönnunargagn í dómsmáli, sem varðaði einmitt meintan akstur undir áhrifum tiltekinna tegunda lyfja. Beitt visvítandi blekkingum Rannsóknarstofa háskólans taldi að laganeminn hafi vísvitandi beitt blekkingum í því skyni að leggja fram skjal sem myndi kasta rýrð á fyrirliggjandi skjal í dómsmáli, enda rannsaki stofan jafnan sýni í sakamálum þegar meint notkun ávana- og fíkniefni er til álita. Lögmaðurinn bæri ábyrgð á störfum laganemans. Laganeminn neitaði að hafa beitt blekkingum. Hann hafi verið að vinna að rannsóknarverkefni, sem þó væri skammt á veg komið. Áhugi á verkefninu hafi einmitt kviknað þegar hann aðstoðaði lögmanninn við varnir í téðu sakamáli. Hann hafi gert sér grein fyrir því að svör rannsóknarstofunnar gætu nýst þegar þau bárust. Venja að aðstoða nemendur Háskóli Íslands krafðist þess að lögmanninum yrði gert að sæta áminningu enda hefði laganeminn, á ábyrgð lögmannsins, villt á sér heimildir og beitt blekkingum. Venja sé að aðstoða nema endurgjaldslaust við rannsóknarverkefni og gjald hefði verið tekið, hefði laganeminn komið hreint fram. Þá hafi nemandinn ekki kynnt sig sem lögfræðing, gefið upp vinnunetfang eða annað sem gæti gefið til kynna að hann hafi óskað eftir gögnum vegna starfans. Þvert á móti hafi hann sent póst úr háskólanetfangi og sagst vera að vinna að rannsóknarverkefni í refsirétti. Hvergi hafi verið minnst á yfirvofandi sakamál og tengsl laganemans við verjendastörf lögmannsins í málinu. Allra lögmætra úrræða neytt Lögmaðurinn hélt því fram að fjölmargir vankantar væru á rannsókn stofunnar í tengslum við sakamálið og væri því verið að kvarta til Lögmannafélagsins. Hvorki lög né siðareglur lögmanna hafi verið brotin, enda hafi framlagning matsgerðarinnar verið í þágu þeirrar skyldu að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta hagsmuna umbjóðenda. Rangar fullyrðingar háskólans fælu í sér aðför að æru og virðingu sem ekki yrði við unað. Ekkert óeðlilegt væri við að áhugi nema, og annarri, kvikni í tengslum við störf. Lögmannafélagið sagði að laganemanum hafi borið skylda til að upplýsa starfsmann rannsóknarstofu háskólans um störf sín og tengsl við dómsmálið. Ekkert hafi komið fram sem gæfi til kynna að hann væri raunverulega að vinna að rannsóknarverkefni. Þó svo væri bæri samt sem áður að upplýsa um tengsl hans við málið. Háttsemin samrýmdist þar af leiðandi hvorki þeirri tillitssemi sem lögmönnum beri að sýna né verði talin í samræmi við góða lögmannshætti. Rétt þótti að áminna lögmanninn, vegna háttsemi laganemans, vegna málsins. Uppfært: Rétt er að taka fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, úrskurðaði í málinu, ekki Lögmannafélagið sjálft.
Lögmennska Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira