Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2023 09:01 Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson var gestur Einkalífsins í síðasta þætti þar sem hann talaði meðal annars um æskuna, ferilinn og baráttu sína við kvíðann. Vísir/Vilhelm „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað. Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað.
Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44