Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 13:19 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira