Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 14:03 Frá afhendingu sex milljóna króna gjafarinnar, fulltrúar Oddfellow og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira