Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 14:03 Frá afhendingu sex milljóna króna gjafarinnar, fulltrúar Oddfellow og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira