Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 19:26 Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44