Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2023 20:59 Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad. Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad.
Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36