Halldór Benjamín lætur af störfum Máni Snær Þorláksson skrifar 30. mars 2023 18:45 Halldór Benjamín hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í tæp sjö ár. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra SA undanfarin sjö ár. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að hann sé búinn að ákveða að láta af störfum sökum þess að hann er að taka við nýju starfi. „Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningunni. Þá segist hann vera lánsamur að hafa átt gott samstarf við starfsfólkið og stjórnarmenn: „Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi.“ Tekur við sem forstjóri Regins Starfið sem Halldór er að taka við er starf forstjóra Regins hf. en Halldór mun hefja störf þar fyrri hluta sumars á þessu ári. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að Helgi S. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá stofnun félagsins árið 2009, muni láta af störfum á sama tíma. Hann verði þó Halldóri innan handar til að byrja með. „Stjórn Regins er afar stolt af því að hafa fengið til liðs við félagið öflugan leiðtoga til að leiða áframhaldandi uppbyggingu Regins. Halldór Benjamín hefur í störfum sínum sýnt mikla forystuhæfileika og getu til að leiða vandasöm verkefni til lykta. Hann hefur yfirburðaþekkingu og tengsl í íslensku atvinnulífi sem munu reynast bæði félaginu og viðskiptavinum þess vel. Stjórnin hefur miklar væntingar til Halldórs Benjamíns til að leiða félagið áfram til vaxtar í samræmi við framtíðarsýn þess,“ er haft eftir Tómasi Kristjánssyni, stjórnarformanni Regins, í tilkynningunni frá félaginu. Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra SA undanfarin sjö ár. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að hann sé búinn að ákveða að láta af störfum sökum þess að hann er að taka við nýju starfi. „Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningunni. Þá segist hann vera lánsamur að hafa átt gott samstarf við starfsfólkið og stjórnarmenn: „Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi.“ Tekur við sem forstjóri Regins Starfið sem Halldór er að taka við er starf forstjóra Regins hf. en Halldór mun hefja störf þar fyrri hluta sumars á þessu ári. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að Helgi S. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá stofnun félagsins árið 2009, muni láta af störfum á sama tíma. Hann verði þó Halldóri innan handar til að byrja með. „Stjórn Regins er afar stolt af því að hafa fengið til liðs við félagið öflugan leiðtoga til að leiða áframhaldandi uppbyggingu Regins. Halldór Benjamín hefur í störfum sínum sýnt mikla forystuhæfileika og getu til að leiða vandasöm verkefni til lykta. Hann hefur yfirburðaþekkingu og tengsl í íslensku atvinnulífi sem munu reynast bæði félaginu og viðskiptavinum þess vel. Stjórnin hefur miklar væntingar til Halldórs Benjamíns til að leiða félagið áfram til vaxtar í samræmi við framtíðarsýn þess,“ er haft eftir Tómasi Kristjánssyni, stjórnarformanni Regins, í tilkynningunni frá félaginu. Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira