Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 15:46 Skemmtistaðnum LUX í Keflavík hefur verið lokað. Óli Geir er eigandi staðarins. Vísir Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess. Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira