Þjóðþekktir karlmenn sitja fyrir á nýju dagatali Krabbameinsfélagsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. mars 2023 16:38 Ari Eldjárn, Gísli Örn, Björn Stefáns, Siggi Gunnars, Þorsteinn Bachmann og Pálmi Gests eru á meðal þeirra sem prýða nýtt dagatal Krabbameinsfélagsins. samsett Þjóðþekktir karlmenn prýða dagatal sem nú er til sölu til styrktar átaksins Mottumars. Dagatalið er hluti af herferðinni „Ekki humma af þér heilsuna“ sem vakið hefur mikla athygli á síðustu vikum. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá körlum. Slagorðið í ár vísar til þess að karlmenn séu ekki nægilega duglegir að leita til læknis, þrátt fyrir að krabbameinseinkenni geri vart við sig. Samkvæmt rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu um helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Fjórtán prósent þeirra biðu í meira en ár. Í byrjun mars var frumsýnd auglýsing þar sem margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins komu fram. Í auglýsingunni fer fram Frestunarkeppni Íslands. Hver og einn er með borða um sig sem sýna hversu miklir frestarar þeir eru, til dæmis eru það Besti biðarinn, Hummari ársins, Hikari ársins og Dokari ársins. Að lokum er það Herra „kannski seinna“ sem sigrar keppnina áður en bent er á að þetta sé ekki keppni sem einhver vill vinna. Dagatalið góð áminning allt árið um kring Auglýsingin hefur vakið mikla athygli nú í mars en nú hefur verið gefið út sérstakt dagatal sem getur hangið uppi allt árið um kring og minnt okkur á þennan mikilvæga málstað. Dagatalið kostar 2.700 krónur og er til sölu hér. Það eru tólf af karlmönnunum úr auglýsingunni sem prýða dagatalið en það eru þeir Ari Eldjárn, Siggi Gunnars, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann, Jógvan, Hannes Þór Halldórsson, Björn Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garðarsson og Björgvin Franz Gíslason. Karlmennirnir tólf prýða hver sinn mánuð á dagatalinu. Þar kemur einnig fram titill þeirra í Frestunarkeppninni, saga þeirra og þau einkenni sem karlmönnum ber að þekkja. Fyrsti maðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein Krabbameinsfélagið tók upp skemmtilegt myndband þar sem aðstandendur Krabbameinsfélagsins heimsóttu dekkjaverkstæði og skiptu dagatali með fáklæddri konu út fyrir Mottumars dagatalið. „Þetta eru ekki alveg eins og dagatölin sem maður þekkti hérna áður fyrr sem voru svona fegurðarsamkeppnisdagatöl. Þetta er svona okkar útgáfa af sætustu stelpunum á ballinu,“ segir í myndbandinu. Þeir fóru á Gúmmívinnustofuna Skipholti þar sem vildi svo til að fyrsti starfsmaðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein. Hann þekkir það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að þekkja einkenni krabbameins og bregðast strax við. Klippa: Mottumars - Afhending á dagatali Skimun fyrir krabbameini Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21 Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33 Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttu gegn krabbameini hjá körlum. Slagorðið í ár vísar til þess að karlmenn séu ekki nægilega duglegir að leita til læknis, þrátt fyrir að krabbameinseinkenni geri vart við sig. Samkvæmt rannsókn Krabbameinsfélagsins höfðu um helmingur íslenskra karla sem greindust með krabbamein fundið fyrir einkennum í þrjá mánuði eða lengur, áður en þeir leituðu til læknis. Fjórtán prósent þeirra biðu í meira en ár. Í byrjun mars var frumsýnd auglýsing þar sem margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins komu fram. Í auglýsingunni fer fram Frestunarkeppni Íslands. Hver og einn er með borða um sig sem sýna hversu miklir frestarar þeir eru, til dæmis eru það Besti biðarinn, Hummari ársins, Hikari ársins og Dokari ársins. Að lokum er það Herra „kannski seinna“ sem sigrar keppnina áður en bent er á að þetta sé ekki keppni sem einhver vill vinna. Dagatalið góð áminning allt árið um kring Auglýsingin hefur vakið mikla athygli nú í mars en nú hefur verið gefið út sérstakt dagatal sem getur hangið uppi allt árið um kring og minnt okkur á þennan mikilvæga málstað. Dagatalið kostar 2.700 krónur og er til sölu hér. Það eru tólf af karlmönnunum úr auglýsingunni sem prýða dagatalið en það eru þeir Ari Eldjárn, Siggi Gunnars, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann, Jógvan, Hannes Þór Halldórsson, Björn Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garðarsson og Björgvin Franz Gíslason. Karlmennirnir tólf prýða hver sinn mánuð á dagatalinu. Þar kemur einnig fram titill þeirra í Frestunarkeppninni, saga þeirra og þau einkenni sem karlmönnum ber að þekkja. Fyrsti maðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein Krabbameinsfélagið tók upp skemmtilegt myndband þar sem aðstandendur Krabbameinsfélagsins heimsóttu dekkjaverkstæði og skiptu dagatali með fáklæddri konu út fyrir Mottumars dagatalið. „Þetta eru ekki alveg eins og dagatölin sem maður þekkti hérna áður fyrr sem voru svona fegurðarsamkeppnisdagatöl. Þetta er svona okkar útgáfa af sætustu stelpunum á ballinu,“ segir í myndbandinu. Þeir fóru á Gúmmívinnustofuna Skipholti þar sem vildi svo til að fyrsti starfsmaðurinn sem þeir hittu hafði sjálfur greinst með krabbamein. Hann þekkir það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að þekkja einkenni krabbameins og bregðast strax við. Klippa: Mottumars - Afhending á dagatali
Skimun fyrir krabbameini Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21 Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33 Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21. mars 2023 21:21
Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10. mars 2023 22:33
Forsetinn fékk fyrstu sokkana Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 8. mars 2023 13:18