Máttur örkærleika í daglegu lífi Ingrid Kuhlman skrifar 30. mars 2023 10:00 Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun