Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:00 Félög eru að reyna að hoppa upp um sæti í töflunni en bæði Njarðvík og KR eru hins vegar föst í sínum sætum. Vísir/Hulda Margrét Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki Subway-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Subway-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira