Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 15:05 Flestir hinna látnu voru frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. AP/Christian Chavez) Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón. Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón.
Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42