Hamarshöllin – áfram gakk Sandra Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2023 15:31 Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Sveitarstjórnarmál Sandra Sigurðardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun