„Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Aron Einar Gunnarsson fagnaði þrennunni með liðsfélögum sínum Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjá meira
Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjá meira