„Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Aron Einar Gunnarsson fagnaði þrennunni með liðsfélögum sínum Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið Sjá meira
Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið Sjá meira