Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. mars 2023 14:38 Haldið er upp á fimmtíu ára afmæli Kjarvalsstaða um helgina. Sagan segir að Kjarval sjálfur hafi ekki treyst borgaryfirvöldum við framkvæmdir og mætt með eigin skóflu að heiman. vísir/vilhelm Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur. Myndlist Reykjavík Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira