Tilþrif vikunnar í Subway Körfuboltakvöldi: Svakalegar troðslur frá Kristófer Acox Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 12:00 Kristófer Acox átti tilþrif vikunnar að þessu sinni. Vísir/Hulda Margrét Næstsíðasta umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk í gær og Hörður Unnsteinsson, Örvar Þór Kristjánsson og Brynjar Þór Björnsson fóru yfir alla leikina í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gærkvöldi. Valsmenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið vann stórsigur á Njarðvík í Subway-deildinni í gær. Enn er óljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni en spennan fyrir lokaumferðina er töluverð þar sem mun koma í ljós hvernig liðin raðast í töflunni. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld var farið yfir öll helstu tilþrif umferðarinnar. Taiwo Badmus og Collin Pryor áttu báðir tvenn tilþrif á listanum, Styrmir Snær Þrastarson var á sínum stað og þá komst mögnuð þriggja stiga karfa Matej Karlovic á lista en hún kom í sigri Hattar gegn Blikum þar sem Hattarliðið tryggði veru sína í deildinni á næsta tímabili. Það var hins vegar Kristófer Acox sem stal senunni þessa umferðina. Hann átti magnaðan leik fyrir Val gegn Njarðvík í gærkvöldi og toppaði frammistöðuna með tveimur troðslum sem röðuðu sér í tvö efstu sæti tilþrifapakkans. „Svo er það þessi troðsla hér, tilþrif vikunnar og allavega „contender“ í tilþrif tímabilsins til þessa,“ sagði Hörður Unnsteinsson um seinni troðslu Kristófers en þar tróð hann með krafti yfir Maciek Baginski leikmann Njarðvíkur sem gat ekki annað en brosað út í annað. „Spurning hvort Sjóvá vilji ekki nota þennan bút í næstu auglýsingu,“ sagði Örvar en Maciek er starfsmaður Sjóvá og hefur komið fram í auglýsingu fyrirtækisins að undanförnu. Öll tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Tilþrif 21. umferðar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið vann stórsigur á Njarðvík í Subway-deildinni í gær. Enn er óljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni en spennan fyrir lokaumferðina er töluverð þar sem mun koma í ljós hvernig liðin raðast í töflunni. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld var farið yfir öll helstu tilþrif umferðarinnar. Taiwo Badmus og Collin Pryor áttu báðir tvenn tilþrif á listanum, Styrmir Snær Þrastarson var á sínum stað og þá komst mögnuð þriggja stiga karfa Matej Karlovic á lista en hún kom í sigri Hattar gegn Blikum þar sem Hattarliðið tryggði veru sína í deildinni á næsta tímabili. Það var hins vegar Kristófer Acox sem stal senunni þessa umferðina. Hann átti magnaðan leik fyrir Val gegn Njarðvík í gærkvöldi og toppaði frammistöðuna með tveimur troðslum sem röðuðu sér í tvö efstu sæti tilþrifapakkans. „Svo er það þessi troðsla hér, tilþrif vikunnar og allavega „contender“ í tilþrif tímabilsins til þessa,“ sagði Hörður Unnsteinsson um seinni troðslu Kristófers en þar tróð hann með krafti yfir Maciek Baginski leikmann Njarðvíkur sem gat ekki annað en brosað út í annað. „Spurning hvort Sjóvá vilji ekki nota þennan bút í næstu auglýsingu,“ sagði Örvar en Maciek er starfsmaður Sjóvá og hefur komið fram í auglýsingu fyrirtækisins að undanförnu. Öll tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Tilþrif 21. umferðar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira