Paprika orðin tímabundin lúxusvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2023 09:01 Húsnæðislánin hafa vissulega hækkað hjá stórum hópi lántaka. Hækkandi verð á papriku hefur ekki síður verið milli tannanna á fólki. Unsplash/Theo Crazzolara Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum. Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“ Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“
Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira