Lofsamar síðasta púslið í Þórsliðið: „Guðsgjöf“ Sæbjörn Steinke skrifar 24. mars 2023 21:31 Styrmir Snær Þrastarson og félagar hafa verið frábærir undanfarið. Vísir/Hulda Margrét Þórsarar eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er á mikilli siglingu og vann í kvöld sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Andstæðingurinn í kvöld var Stjarnan og varð niðurstaðan nokkuð þægilegur fjórtán stiga sigur. Einn af lykilmönnum liðsins, og stór þáttur í því að Þór varð meistari fyrir tveimur árum, er Styrmir Snær Þrastarson. Hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. „Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
„Vörnin í fyrri hálfleik skóp þetta fyrir okkur. Þegar við náum að tengja sókn og vörn vel saman spilum við mjög vel,“ sagði sýnilega sáttur Styrmir eftir leik. „Það er gaman, mér líður alltaf vel í Garðabænum og þeir eru með hörkugott lið. Það er ekkert gefins í þessari deild og sigurinn því mjög góður.“ Þórsarar eru á leið í úrslitaleik um sjötta sætið í lokaumferðinni. Andstæðingurinn þar verður Grindavík. „Það verður spennandi leikur, leikurinn í fyrri umferðinni var skemmtilegur og „physical“ og ég býst við hörku leik.“ Vincent Malik Shahid var besti maður vallarins í kvöld, ekki í fyrsta sinn sem það gerist í vetur. Hann skoraði 38 stig og klikkaði einungis á fjórum skotum. Hann hefur sýnt að hann er einn albesti, ef ekki sá allra besti, leikmaður deildarinnar. En hvernig er að spila með honum? „Það er frábært. Hann getur búið til sitt eigið skot upp úr engu og það er þægilegt þegar þú ert kominn í vesen í sókninni og hann býr bara til eitthvað. Hann gefur líka mikið af sér, sérstaklega til samfélagsins. Hann er bara frábær náungi.“ Síðasta púslið í Þórsliðið var koma Jordan Semple eftir áramót. Hann hefur komið ansi vel inn í liðið en margir settu spurningarmerki við Þórsara að fá hann í sínar raðir. Umræðan var neikvæð í garð Semple eftir veru hans hjá KR. Fengu leikmenn Þórs að segja eitthvað til um hvort Semple kæmi eða ekki? „Ég man að við vorum í fjáröflun, vorum að blóðga fiska. Þá kemur Lalli upp að mér og segir við mig: Heyrðu, við ætlum að sækja Jordan.“ „Ég var búinn að heyra út í bæ að hann væri ekki góður. Svo kemur hann til okkar og er bara toppnáungi og hann er lykillinn að þessum varnarleik sem við erum að spila. Ég er þvílíkt ánægður með hann, bara guðsgjöf. Nákvæmlega rétta púslið sem við þurftum.“ Lalli, Lárus Jónsson sem þjálfar Þórliðið, var einnig spurður út í Semple í viðtali eftir leik. Var Lárus aldrei skeptískur þegar hann var að ákveða að taka Semple inn? „Ég talaði bara við hann, og þegar ég var búinn að tala við hann í svona hálftíma var ég ekki í neinum vafa. Mér fannst skína í gegn að þetta væri körfuboltamaður sem hafði hrikalega mikinn áhuga á körfubolta og langaði að koma og hjálpa okkur.“ „Já,“ sagði Lárus einfaldlega þegar hann var spurður út í hvort Semple væri lykillinn að varnarleik Þórsara. Í liði Þórsara er einnig Tómas Valur, sem er bróðir Styrmis. Styrmir var spurður hvernig væri að spila með yngri bróður sínum sem er feikilega efnilegur. „Bróðir minn er frábær og ég hef mjög gaman af því að spila með honum. Ég ætla njóta þess að fá að spila með honum nokkra leiki í viðbót.“ „Alla leið,“ var svo svarið sem Styrmir gaf þegar hann var spurður hversu langt Þórsarar gætu farið í úrslitakeppninni.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Þórsarar halda áfram að klífa upp töfluna Þór Þorlákshöfn vann öruggan 14 stiga sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eftir sigur kvöldsins má segja að Þór Þ. sé í góðum málum. Stjarnan gæti hins vegar misst af sæti í úrslitakeppninni í ár. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 24. mars 2023 20:00