Teitur um ákvörðun ÍSÍ: Mesta kjaftshögg sem karfan hefur fengið síðustu áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 12:01 Teitur Örlygsson hefur miklar áhyggjur eins og kom vel fram í gær. S2 Sport Teitur Örlygsson hélt eldræðu um framtíð íslenska körfuboltans í gær en þessi mesti sigurvegari sögunnar hefur miklar áhyggjur af rekstrarumhverfi íslensku landsliðanna í körfubolta. Ársþing Körfuknattleikssambandsins er um helgina og þar verða stór mál rædd eins og vanalega. Það eru tillögur um fjölgun liða og leikja í deildum og svo auðvitað tillögur um breytingu á útlendingareglum. Teitur er á því að menn í hreyfingunni séu að einbeita sér að vitlausum hlutum í stað þess að sameinast um að taka á aðalmálinu. Teitur var í Subway Tilþrifunum í gær þar sem farið var yfir leikina í 21. umferð Subway deild karla í körfubolta. „Það er ekki bara baráttan inn á parketinu Teitur sem er á milli tannanna á fólki akkúrat núna. Það er KKÍ þing núna um helgina. Þú ert búinn að vera talsvert lengur en ég í körfuboltanum en ég man ekki eftir öðru en að umræðan þar snúist um fjölda erlendra leikmanna. Fjöldi erlendra leikmanna í hverju liði verður alltaf þrætueplið á öllum þingum. Hvar ert þú staddur í þessu máli,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður þáttarins og sendi boltann yfir á Teit. Logi Gunnarsson hefur upplifað margt og margar breytingar á útlendingareglum á sínum ferli.Vísir/Vilhelm Forðast þessa umræðu eins og heitan eld „Mér finnst hún óþolandi til þess að byrja með. Ég fór einu sinni á fund þar sem þetta var rætt og það er örugglega leiðinlegasti fundur sem ég hef farið á. Þess vegna hef ég forðast þessa umræðu eins og heitan eld en maður kemst ekki hjá því eins og þú segir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta kemur alltaf upp. Tillagan frá KKÍ gengur út á það að taka út þriggja ára regluna. Það er eina sem er gert og hvað mér við kemur þá finnst mér það óréttlátt gagnvart þessum mönnum sem hafa þessi réttindi,“ sagði Teitur. Klippa: Eldræða Teits Örlygssonar Hafa öll réttindi nema að spila körfubolta „Þeir eru nánast allir ef ekki allir, vinnandi menn á Íslandi. Að taka af þeim rétt finnst mér bara stórt spurningarmerki. Þeir mega gera allt á Íslandi, hafa öll réttindi nema að þeir mega ekki spila körfubolta nema þá sem takmarkandi leikmenn,“ sagði Teitur. „Mér skilst að þessi tillaga sé frá meirihluta liðanna og hún verður því líklegast samþykkt,“ sagði Teitur. „Tillagan er lögð fram af þriggja manna vinnunefnd sem fundaði með félögunum. Það voru einhver félög sem vildu að það yrði fækkað um einn erlendan leikmann og að ríkisfang myndi ekki skipta máli,“ sagði Kjartan Atli. Allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér „Ég skil menn sem eru pirraðir og venjulega eru allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér í þessu. Ég hefði bara viljað að þetta yrði fjögurra ára regla núna, fimm ára regla á næsta ári, svo sex ára og þá bara fjarar þessi regla út og er búin eftir þrjú til fjögur ár,“ sagði Teitur en þá var komið að því sem Teitur hafði mestar áhyggjur af. „Mér finnst aðalmálið vera landsliðið okkar og hvert það stefnir. Hvert KKÍ stefnir. Það kom þessi frétt frá ÍSÍ að setja okkur niður í b-flokk sem var kannski mesta kjaftshögg sem karfan hefur síðustu áratugi,“ sagði Teitur. Afrekssjóður ÍSÍ færði KKÍ niður um flokk sem er gríðarlegt fjárhagslegt högg fyrir sambandið og ógnar framtíð landsliðanna. Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í eftirminnilegum sigri á Ítalíu í undankeppni HM.Vísir/Bára Höfum varla efni á því að senda liðið á Smáþjóðaleika „Á sama tíma eru við með leikmann sem eru að spila í bestu deildum Evrópu og landsliðið okkar hefur aldrei litið svona vel út. Það hefur aldrei verið svona björt framtíð og við erum í risafæri um að komast inn á stórmót. Núna lítur út fyrir að við höfum varla efni á því að senda liðið okkar á Smáþjóðaleika,“ sagði Teitur hneykslaður. „Það eru svona tíu til tólf strákar í deildinni hérna heima sem geta alveg verið atvinnumenn í Evrópu ef þeir myndi teygja sig eftir því, fá sér umboðsmann og sýna viljann. Það hafa aldrei verið jafnmargir góðir Íslendingar sem vilja vera góðir í körfubolta. Vilja vera atvinnumenn og eru farnir að æfa eins og atvinnumenn,“ sagði Teitur. Elvar Már Friðriksson er einn fremsti körfuboltamaður landsins.Vísir/Bára Dröfn „Einhvern veginn var Njarðvík, mitt lið, eina liðið sem sendi út svona opinbera tilkynningu. Það var ekkert lið sem tók undir það. Ekki eitt lið tók undir það. Þetta er langstærsta málið,“ sagði Teitur. Mér finnst skrifstofa KKÍ gjörsamlega máttlaus „Frekar eru menn að funda út um allan bæ um einhverja helvítið útlendingareglu afsakið orðbragðið þegar þetta risamál vofir yfir okkur. Ég get gagnrýnt mjög marga og líka skrifstofu KKÍ. Mér finnst hún gjörsamlega máttlaus í þessum málum,“ sagði Teitur. „Þetta finnst mér óþolandi og þetta á að vera mál númer eitt, tvö og þrjú á þessu lokaþingi,“ sagði Teitur. Það má sjá alla eldræðu Teits hér fyrir ofan. Subway-deild karla Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta ÍSÍ Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Ársþing Körfuknattleikssambandsins er um helgina og þar verða stór mál rædd eins og vanalega. Það eru tillögur um fjölgun liða og leikja í deildum og svo auðvitað tillögur um breytingu á útlendingareglum. Teitur er á því að menn í hreyfingunni séu að einbeita sér að vitlausum hlutum í stað þess að sameinast um að taka á aðalmálinu. Teitur var í Subway Tilþrifunum í gær þar sem farið var yfir leikina í 21. umferð Subway deild karla í körfubolta. „Það er ekki bara baráttan inn á parketinu Teitur sem er á milli tannanna á fólki akkúrat núna. Það er KKÍ þing núna um helgina. Þú ert búinn að vera talsvert lengur en ég í körfuboltanum en ég man ekki eftir öðru en að umræðan þar snúist um fjölda erlendra leikmanna. Fjöldi erlendra leikmanna í hverju liði verður alltaf þrætueplið á öllum þingum. Hvar ert þú staddur í þessu máli,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður þáttarins og sendi boltann yfir á Teit. Logi Gunnarsson hefur upplifað margt og margar breytingar á útlendingareglum á sínum ferli.Vísir/Vilhelm Forðast þessa umræðu eins og heitan eld „Mér finnst hún óþolandi til þess að byrja með. Ég fór einu sinni á fund þar sem þetta var rætt og það er örugglega leiðinlegasti fundur sem ég hef farið á. Þess vegna hef ég forðast þessa umræðu eins og heitan eld en maður kemst ekki hjá því eins og þú segir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta kemur alltaf upp. Tillagan frá KKÍ gengur út á það að taka út þriggja ára regluna. Það er eina sem er gert og hvað mér við kemur þá finnst mér það óréttlátt gagnvart þessum mönnum sem hafa þessi réttindi,“ sagði Teitur. Klippa: Eldræða Teits Örlygssonar Hafa öll réttindi nema að spila körfubolta „Þeir eru nánast allir ef ekki allir, vinnandi menn á Íslandi. Að taka af þeim rétt finnst mér bara stórt spurningarmerki. Þeir mega gera allt á Íslandi, hafa öll réttindi nema að þeir mega ekki spila körfubolta nema þá sem takmarkandi leikmenn,“ sagði Teitur. „Mér skilst að þessi tillaga sé frá meirihluta liðanna og hún verður því líklegast samþykkt,“ sagði Teitur. „Tillagan er lögð fram af þriggja manna vinnunefnd sem fundaði með félögunum. Það voru einhver félög sem vildu að það yrði fækkað um einn erlendan leikmann og að ríkisfang myndi ekki skipta máli,“ sagði Kjartan Atli. Allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér „Ég skil menn sem eru pirraðir og venjulega eru allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér í þessu. Ég hefði bara viljað að þetta yrði fjögurra ára regla núna, fimm ára regla á næsta ári, svo sex ára og þá bara fjarar þessi regla út og er búin eftir þrjú til fjögur ár,“ sagði Teitur en þá var komið að því sem Teitur hafði mestar áhyggjur af. „Mér finnst aðalmálið vera landsliðið okkar og hvert það stefnir. Hvert KKÍ stefnir. Það kom þessi frétt frá ÍSÍ að setja okkur niður í b-flokk sem var kannski mesta kjaftshögg sem karfan hefur síðustu áratugi,“ sagði Teitur. Afrekssjóður ÍSÍ færði KKÍ niður um flokk sem er gríðarlegt fjárhagslegt högg fyrir sambandið og ógnar framtíð landsliðanna. Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í eftirminnilegum sigri á Ítalíu í undankeppni HM.Vísir/Bára Höfum varla efni á því að senda liðið á Smáþjóðaleika „Á sama tíma eru við með leikmann sem eru að spila í bestu deildum Evrópu og landsliðið okkar hefur aldrei litið svona vel út. Það hefur aldrei verið svona björt framtíð og við erum í risafæri um að komast inn á stórmót. Núna lítur út fyrir að við höfum varla efni á því að senda liðið okkar á Smáþjóðaleika,“ sagði Teitur hneykslaður. „Það eru svona tíu til tólf strákar í deildinni hérna heima sem geta alveg verið atvinnumenn í Evrópu ef þeir myndi teygja sig eftir því, fá sér umboðsmann og sýna viljann. Það hafa aldrei verið jafnmargir góðir Íslendingar sem vilja vera góðir í körfubolta. Vilja vera atvinnumenn og eru farnir að æfa eins og atvinnumenn,“ sagði Teitur. Elvar Már Friðriksson er einn fremsti körfuboltamaður landsins.Vísir/Bára Dröfn „Einhvern veginn var Njarðvík, mitt lið, eina liðið sem sendi út svona opinbera tilkynningu. Það var ekkert lið sem tók undir það. Ekki eitt lið tók undir það. Þetta er langstærsta málið,“ sagði Teitur. Mér finnst skrifstofa KKÍ gjörsamlega máttlaus „Frekar eru menn að funda út um allan bæ um einhverja helvítið útlendingareglu afsakið orðbragðið þegar þetta risamál vofir yfir okkur. Ég get gagnrýnt mjög marga og líka skrifstofu KKÍ. Mér finnst hún gjörsamlega máttlaus í þessum málum,“ sagði Teitur. „Þetta finnst mér óþolandi og þetta á að vera mál númer eitt, tvö og þrjú á þessu lokaþingi,“ sagði Teitur. Það má sjá alla eldræðu Teits hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta ÍSÍ Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira