Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 17:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu fyrr í mánuðinum. Vísir/Ívar Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans. Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira