Mikið í húfi að fá veðurstöð í Vík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2023 13:51 Umferð ferðamanna um Vík í Mýrdal hefur margfaldast á undanförnum árum. Vísir/Jóhann K. Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar. Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar.
Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira