„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. mars 2023 21:24 Rödd kennara hefur gleymst í umræðu um leiskóla, segja þeir kennarar sem birta grein á Vísi í dag. vísir/vilhelm Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Í greininni segja kennarar og starfsfólk við leikskólann Rauðhól, að áform borgarinnar um að ráða inn fleira starfsfólk á leikskólum séu óraunhæfar, þar sem leikskólastigið hafi vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara. „Við viljum að í leikskólum starfi hæft fólk til að mæta þörfum barna sem eru jafn misjafnar og þær eru margar. Biðlistarnir eru ekki bara einhver börn á blaði, þetta eru börn með ólíkar þarfir sem eiga rétt á sérfræðiþekkingu til að mæta þeim,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér að neðan: Bent er á að ekki séu gerðar frekari kröfur til starfsfólks en að „vera glöð, jákvæð, traust og vera tilbúin til að tileinka sér fagleg vinnubrögð.“ Starfið krefjist hins vegar sérfræðiþekkingar og lærðir kennarar hafi ekki tíma til að kenna fullorðnum líka. „Með þessari atvinnuauglýsingu er verið að gefa í skyn að hver sem er geti unnið vinnuna sem við höfum sérhæft okkur í. Til hvers að fara í 5 ára háskólanám þegar þetta er viðhorfið?“ Orð Ragnhildar Öldu, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún stingur upp á foreldrareknum leikskólum eru einnig gagnrýnd. Skiptir engu máli hverjir sinna þessu starfi? Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum? Hvar er virðingin fyrir kennurum, náminu og menntun yngstu barnanna? Það er kannski bara vonlaust að þjóðfélagið líti á okkur sem menntastofnun og beri virðingu fyrir okkar starfi þegar þetta er viðhorfið. Frá mótmælum foreldra í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Sjónarmið atvinnulífs og foreldra Undirritaðir kennarar krefjast því umbóta með því að hægja á stækkun leikskólakerfisins, lengja fæðingarorlof og auka við nýliðun kennara. Barnamálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að lengja fæðingarorlof enn frekar. „Það að skapa fleiri pláss leysir engan vanda þegar að langflestir leikskólar eiga nú þegar í mönnunarvanda að stríða. Þegar nýir leikskólar opnast færist svo mönnunarvandinn á milli leikskóla þegar fólk færir sig til í starfi,“ segir í greininni og bent á að margir leikskólakennarar færi sig í grunnskóla þegar 5 ára deildir opna í sama hverfi, vegna betri kjara og minna álags. Þá segir að umræða um leiskólavanda hafi einungis farið fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Hver er að huga að hagsmunum þeirra sem verja dögunum innan veggja leikskólans? Starfsfólk og börn þurfa að fá rödd og þeirra skoðun þarf að vera tekin inn í þessa umræðu. Því hvað er leikskóli án leikskólakennara? Það þarf að huga að innviðum leikskólans, sem er starfsfólkið, starfsfólkið sem fær það allra dýrmætasta sem foreldrar eiga í hendurnar á morgnana. Við þurfum að fá rými til þess að sinna starfinu okkar,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér. Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. 21. mars 2023 12:31 „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53 Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21. mars 2023 19:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Í greininni segja kennarar og starfsfólk við leikskólann Rauðhól, að áform borgarinnar um að ráða inn fleira starfsfólk á leikskólum séu óraunhæfar, þar sem leikskólastigið hafi vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara. „Við viljum að í leikskólum starfi hæft fólk til að mæta þörfum barna sem eru jafn misjafnar og þær eru margar. Biðlistarnir eru ekki bara einhver börn á blaði, þetta eru börn með ólíkar þarfir sem eiga rétt á sérfræðiþekkingu til að mæta þeim,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér að neðan: Bent er á að ekki séu gerðar frekari kröfur til starfsfólks en að „vera glöð, jákvæð, traust og vera tilbúin til að tileinka sér fagleg vinnubrögð.“ Starfið krefjist hins vegar sérfræðiþekkingar og lærðir kennarar hafi ekki tíma til að kenna fullorðnum líka. „Með þessari atvinnuauglýsingu er verið að gefa í skyn að hver sem er geti unnið vinnuna sem við höfum sérhæft okkur í. Til hvers að fara í 5 ára háskólanám þegar þetta er viðhorfið?“ Orð Ragnhildar Öldu, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún stingur upp á foreldrareknum leikskólum eru einnig gagnrýnd. Skiptir engu máli hverjir sinna þessu starfi? Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum? Hvar er virðingin fyrir kennurum, náminu og menntun yngstu barnanna? Það er kannski bara vonlaust að þjóðfélagið líti á okkur sem menntastofnun og beri virðingu fyrir okkar starfi þegar þetta er viðhorfið. Frá mótmælum foreldra í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Sjónarmið atvinnulífs og foreldra Undirritaðir kennarar krefjast því umbóta með því að hægja á stækkun leikskólakerfisins, lengja fæðingarorlof og auka við nýliðun kennara. Barnamálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að lengja fæðingarorlof enn frekar. „Það að skapa fleiri pláss leysir engan vanda þegar að langflestir leikskólar eiga nú þegar í mönnunarvanda að stríða. Þegar nýir leikskólar opnast færist svo mönnunarvandinn á milli leikskóla þegar fólk færir sig til í starfi,“ segir í greininni og bent á að margir leikskólakennarar færi sig í grunnskóla þegar 5 ára deildir opna í sama hverfi, vegna betri kjara og minna álags. Þá segir að umræða um leiskólavanda hafi einungis farið fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Hver er að huga að hagsmunum þeirra sem verja dögunum innan veggja leikskólans? Starfsfólk og börn þurfa að fá rödd og þeirra skoðun þarf að vera tekin inn í þessa umræðu. Því hvað er leikskóli án leikskólakennara? Það þarf að huga að innviðum leikskólans, sem er starfsfólkið, starfsfólkið sem fær það allra dýrmætasta sem foreldrar eiga í hendurnar á morgnana. Við þurfum að fá rými til þess að sinna starfinu okkar,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér.
Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. 21. mars 2023 12:31 „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53 Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21. mars 2023 19:01 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36
Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. 21. mars 2023 12:31
„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53
Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21. mars 2023 19:01