Körfubolti

Elvar og félagar úr leik þrátt fyrir nauman sigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elvar Friðriksson og félagar hans í litháíska félaginu Rytas eru komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í körfuknattleik.
Elvar Friðriksson og félagar hans í litháíska félaginu Rytas eru komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í körfuknattleik. FIBA

Elvar Friðriksson og félagar hans í litháíska félaginu Rytas eru úr leik í Meistaradeildinni í körfuknattleik þrátt fyrir eins stigs sigur á Baxi Manresa í kvöld.

Fyrir leikinn í kvöld var ljóst að Rytas þyrfti á þrettán stiga sigri að halda til að tryggja sig áfram en spænska liðið Baxi Manresa var einu stigi á undan Rytas í töflunni fyrir lokaumferðina.

Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi í upphafi en í öðrum leikhluta náðu gestirnir frá Spáni góðum kafla og leiddu með átta stigum í hálfleik, staðan þá 52-44 fyrir Baxi Manresa.

Heimamenn náðu þó vopnum sínum á ný. Þeir jöfnuðu metin snemma í þriðja leikhluta og náðu forystunni um hann miðjan. Staðan eftir leikhlutann 74-70 og spennan mikil.

Heimamenn í Rytas náðu níu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta og komust mest fjórtán stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir frá Spáni voru hins vegar ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir náðu 11-0 kafla og mínútu fyrir leikslok voru þeir búnir að minnka muninn í tvö stig, staðan þá 91-89.

Þá vöknuðu hins vegar heimamenn. Rytas skoraði fimm stig í röð og tryggði sér sigurinn. Baxi Manresa minnkaði muninn af vítalínunni undir lokin en Rytas fagnaði 96-95 sigri og um leið sæti í 8-liða úrslitum keppninnar.

Elvar Friðriksson skoraði fjórtán stig í leiknum á þeim rúmu átján mínútum sem hann lék. Hann gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×