K-pop stjarna biðst afsökunar á bol með hakakrossi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. mars 2023 11:18 Chaeyoung í bolnum umdeilda. Instagram Meðlimur K-pop hljómsveitarinnar Twice hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af sér í bol þar sem var mynd af hakakrossi. Þetta er í annað sinn sem hún sést í umdeildum klæðnaði á stuttum tíma en fyrr í vikunni var hún klædd í bol frá QAnon á tónleikum. Söngkonan heitir Chaeyoung og er 23 ára gömul. Á umræddum bol var mynd af bassaleikaranum Sid Vicious og var hann klæddur í bol með hallandi hakakrossi. Myndina birti hún á Instagram-síðu sinni en þar er hún með 8,6 milljónir fylgjenda. Stuttu seinna eyddi hún myndinni og birti afsökunarbeiðni hennar í stað. Þar sagðist hún biðjast afsökunar á því að hafa ekki skoðað myndina almennilega áður en hún birti hana. „Ég vissi ekki hvað hallandi hakakrossinn á bolnum þýddi. Ég mun fylgjast betur með í framtíðinni og sjá til þess að svipað atvik muni aldrei aftur eiga sér stað,“ skrifaði Chaeyoung. Fyrr í vikunni söng hún á tónleikum í magabol þar sem mynd var af bandaríska fánanum inni í bókstafnum Q. Fyrir neðan myndina stóð „Where we go one, we go all,“ sem er eitt af slagorðum samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon. Chaeyoung (til vinstri) í QAnon-bolnum. Miðillinn The Guardian segir þetta alls ekki vera fyrsti hakakrossskanndallinn í K-pop heiminum. Til að mynda hafi hafi einn meðlimur BTS klæðst hatti í stíl SS-hersveitanna úr seinni heimsstyrjöldinni en á hattinum var einnig hakakross. Annar meðlimur sveitarinnar, sem er ein sú vinsælasta í heiminum, klæddist eitt sinn stuttermabol með mynd af sveppalaga kjarnorkusprengjuskýi. Suður-Kórea Seinni heimsstyrjöldin Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Söngkonan heitir Chaeyoung og er 23 ára gömul. Á umræddum bol var mynd af bassaleikaranum Sid Vicious og var hann klæddur í bol með hallandi hakakrossi. Myndina birti hún á Instagram-síðu sinni en þar er hún með 8,6 milljónir fylgjenda. Stuttu seinna eyddi hún myndinni og birti afsökunarbeiðni hennar í stað. Þar sagðist hún biðjast afsökunar á því að hafa ekki skoðað myndina almennilega áður en hún birti hana. „Ég vissi ekki hvað hallandi hakakrossinn á bolnum þýddi. Ég mun fylgjast betur með í framtíðinni og sjá til þess að svipað atvik muni aldrei aftur eiga sér stað,“ skrifaði Chaeyoung. Fyrr í vikunni söng hún á tónleikum í magabol þar sem mynd var af bandaríska fánanum inni í bókstafnum Q. Fyrir neðan myndina stóð „Where we go one, we go all,“ sem er eitt af slagorðum samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon. Chaeyoung (til vinstri) í QAnon-bolnum. Miðillinn The Guardian segir þetta alls ekki vera fyrsti hakakrossskanndallinn í K-pop heiminum. Til að mynda hafi hafi einn meðlimur BTS klæðst hatti í stíl SS-hersveitanna úr seinni heimsstyrjöldinni en á hattinum var einnig hakakross. Annar meðlimur sveitarinnar, sem er ein sú vinsælasta í heiminum, klæddist eitt sinn stuttermabol með mynd af sveppalaga kjarnorkusprengjuskýi.
Suður-Kórea Seinni heimsstyrjöldin Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira