Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 10:48 Þegar mest var héldu tíu manns Irvo Otieno niðri. Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57
Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33