„Þá er bara að kyngja stoltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Stöð 2 Sport Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira