„Þá er bara að kyngja stoltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Stöð 2 Sport Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira