Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2023 14:45 Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps mætti í fylgd lögreglumanna í dómsal í dag. Vísir Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 25 eru ákærðir í málinu og koma hver fyrir sig fyrir dóminn í dag til að taka afstöðu til ákærunnar. Nítján ára umbjóðandi Ómars Valdimarssonar lögmanns er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að þremur karlmönnum með hnífi. Stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Þá hafi hann stungið annan karlmann einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja í hægri framhandlegg og hægra læri. Alls tíu hnífsstungur sem hann játar. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað að drepa nokkurn. Frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk „Minn umbjóðandi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hafnar því að hafa ætlað að drepa nokkurn mann en játar aftur á móti þá háttsemi sem honum er gefið að sök,“ segir Ómar. Karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í nóvember. Ómar Valdimarsson, verjandi nítján ára karlmanns sem huldi höfuð sitt með grímu, sólgleraugum og hettu. Sá er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir lögreglumenn voru á svæðinu, til taks, þegar þingfestingin fór fram.Vísir „Það er nokkuð langur tími liðinn síðan hann var settur inn. Á meðan málinu er ekki lokið er fyrir séð að hann verður í gæsluvarðhaldi. Það er ansi óheppilegt fyrir mann sem hefur ekki verið fundinn sekur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ómar. Gæsluvarðhaldið leggist þungt á þann nítján ára. „Já, vissulega. Ég held að frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk.“ Ýmsir áverkar Karlmennirnir þrír sem ráðist var á fengu ýmis áverka og sár. Einn hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítils háttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Nokkrir mánuðir í aðalmeðferð Reikna má með því að aðalmeðferð í málinu fari ekki fram fyrr en á síðari hluta þessa árs. Dómari gaf verjendum í dag frest til 19. júní til að skila greinargerðum í málinu. „Ég geri ráð fyrir því að það eigi eftir að taka einhvern tíma að reka málið. Svo á eftir að finna einhvern stað til að halda aðalmeðferðina. Ég get ekki ímyndað mér að það verði í þeim dómsölum sem eru í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ómar um dómhúsið við Lækjartorg. Þar vísar Ómar til þess mikla fjölda sakborninga sem ekki rúmist fyrir í dómsalnum á sama tíma. Dómsmál Dómstólar Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
25 eru ákærðir í málinu og koma hver fyrir sig fyrir dóminn í dag til að taka afstöðu til ákærunnar. Nítján ára umbjóðandi Ómars Valdimarssonar lögmanns er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að þremur karlmönnum með hnífi. Stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Þá hafi hann stungið annan karlmann einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja í hægri framhandlegg og hægra læri. Alls tíu hnífsstungur sem hann játar. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað að drepa nokkurn. Frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk „Minn umbjóðandi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hafnar því að hafa ætlað að drepa nokkurn mann en játar aftur á móti þá háttsemi sem honum er gefið að sök,“ segir Ómar. Karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í nóvember. Ómar Valdimarsson, verjandi nítján ára karlmanns sem huldi höfuð sitt með grímu, sólgleraugum og hettu. Sá er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir lögreglumenn voru á svæðinu, til taks, þegar þingfestingin fór fram.Vísir „Það er nokkuð langur tími liðinn síðan hann var settur inn. Á meðan málinu er ekki lokið er fyrir séð að hann verður í gæsluvarðhaldi. Það er ansi óheppilegt fyrir mann sem hefur ekki verið fundinn sekur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ómar. Gæsluvarðhaldið leggist þungt á þann nítján ára. „Já, vissulega. Ég held að frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk.“ Ýmsir áverkar Karlmennirnir þrír sem ráðist var á fengu ýmis áverka og sár. Einn hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítils háttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Nokkrir mánuðir í aðalmeðferð Reikna má með því að aðalmeðferð í málinu fari ekki fram fyrr en á síðari hluta þessa árs. Dómari gaf verjendum í dag frest til 19. júní til að skila greinargerðum í málinu. „Ég geri ráð fyrir því að það eigi eftir að taka einhvern tíma að reka málið. Svo á eftir að finna einhvern stað til að halda aðalmeðferðina. Ég get ekki ímyndað mér að það verði í þeim dómsölum sem eru í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ómar um dómhúsið við Lækjartorg. Þar vísar Ómar til þess mikla fjölda sakborninga sem ekki rúmist fyrir í dómsalnum á sama tíma.
Dómsmál Dómstólar Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00
Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51