Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 20:44 Starfsmenn á vegum lögreglunnar í New York borg reistu varnargirðingar við dómshúsið í borginni í morgun. Seth Wenig/Ap Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira