Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:00 Gaman saman. Jeff Bottari/Getty Images Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Sjá meira
Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Sjá meira
Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30
Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30
Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43