Einmanaleiki og óhamingja eykst meðal ungs fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 19:18 Dóra Guðrún segir óhamingju hafa aukist meðal ungmenna. Vísir/Sigurjón Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk. Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47
20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30