Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. mars 2023 16:30 Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun