Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2023 15:47 Helga Vala Helgadóttir og Inga Sæland tókust á á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Inga notaði tækifærið í fundarliðnum um fundarstjórn forseta til að greina frá því að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar þingsins vegna ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í síðustu viku. Taldi Inga að ummæli Þórunnar, sem látin voru falla í umræðu um breytingartillögu Flokks fólksins á útlendingafrumvarpinu svokallaða, hafi verið ærumeiðandi í sinn garð. „Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga. Sagðist hún hafa ákveðið að leggja umrædd ummæli fyrir forsætisnefnd. Þau hafi verið sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega. Ummælin hafi verið einstaklega særandi fyrir Ingu og fjölskyldu hennar Umrædd ummæli Þórunnar sem Inga kvartaði yfir Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu. Birgir Ármannsson forseti staðfesti á þingfundi að umrætt erindi Ingu til forsætisnefndar hafi borist nefndinni og yrði tekið fyrir á næsta fundi hennar. Bætti hann þó við að líta bæri svo á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta hvort að ummæli sem látin væru falla úr ræðustól færu yfir strikið hverju sinni. „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar,“ sagði Birgir. Inga steig þá aftur í pontu og sagði að ummæli Þórunnar hafi ekki verið beint gegn stjórnmálaflokki, heldur henni persónulega. Ræða Þórunnar Sveinbjarnardóttur var í eldlínunni á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og kom samflokksmanni sínum til varnar. Vitnaði hún beint í ræðu Þórunnar og hvatti Ingu til að lesa umrædda ræðu betur. „Vegna orða háttvirts þingmanns Ingu Sæland, er rétt að vekja athygli hennar á því að háttvirtur þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir, sagði ekki að háttvirtur þingmaður væri rasisti.“ Hún hafi sagt að breytingartillaga Flokks fólksins bætti um betur. „Ekki þingmaðurinn,“ sagði Helga Vala. „Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti hennar. „Það eina sem væri á ferðinni væri ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggði ekki á staðreyndum, sem byggði á útlendingaandúð,“ sagði Helga með tilvísun í ræðu Þórunnar. „Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í. „Ég óska eftir því að háttvirtur þingmaður og formaður Flokks fólksins, lesi ræðu háttvirts þingmanns, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, því að þar sér hún að það er ekki verið að vísa til persónunnar Ingu Sæland, heldur tillögunnar sem persónan og þingmaðurinn Inga Sæland var að leggja fram,“ sagði Helga Vala ákveðnum tón og bætti við eftirfarandi á leið úr ræðustól. „Tillögunnar. Það er alveg skýrt og það er hægt að lesa þetta á heimasíðu Alþingis“ „Ég hvet alla til að gera það,“ skaut Inga inn að lokum. „Þetta er hérna,“ heyrðist þá Helga Vala segja, sem var þó komin úr mynd í útsendingunni frá Alþingishúsinu. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi í fréttinni hér að neðan.
Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45