Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 12:31 Saddam Hussein var að lokum dæmdur og hengdur. Mörg ríki neituðu að taka þátt í innrásinni en Ísland var meðal hinna viljugu þjóða sem fylktu sér að baki Bandaríkjamönnum. Getty/David Furst Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“ Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“
Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira