Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 10:05 Nýtt afbrigði H5N1-veiru herjar nú á fugla víða um heim. Afar fátítt er að veiran berist í menn. Vísir/EPA Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur. Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur.
Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29