Nítján ára Spánverji tók fyrsta sæti heimslistans af Djokovic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 13:30 Carlos Alcaraz fagnari sigri á Indian Wells mótinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina. AP/Mark J. Terrill Carlos Alcaraz er kominn upp í efsta sæti heimslistans í tennis eftir sigur sinn á Indian Wells mótinu um helgina. Alcaraz vann 6-3 og 62- sigur á Daniil Medvedev í úrslitaleiknum. Hann tapaði ekki setti á mótinu. Alcaraz er nítján ára Spánverji og náði með þessum sigri að taka toppsæti heimslistans af Serbanum Novak Djokovic. Alcaraz routs Medvedev in Indian Wells final, reclaims No. 1 ranking https://t.co/HrrWliZckF pic.twitter.com/coSMWzTcKp— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Alcaraz naut auðvitað góðs af því að hinn óbólusetti Djokovic mátti ekki koma til Bandaríkjanna og keppti því ekki á mótinu. Djokovic bað um undantekningu frá reglunni en fékk neikvætt svar. Hann hefur ekki viljað bólusetja sig við kórónuveirunni og það hefur haft mikil áhrif á tennisferil hans. Carlos Alcaraz var kátur með sigurinn á mótinu og því að ná efsta sæti heimslistans. „Hjá mér er draumurinn að rætast aftur. Auðvitað skiptir það mig miklu að vera á undan frábærum tennisleikurum eins og Novak. Þetta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Carlos Alcaraz. Carlos Alcaraz' achievements as a 19-year-old:First teenager to beat Nadal on clayFirst male teenager to reach world No.1 in the Open EraFirst male teenager to win the US Open since 1990First male teenager to win Indian Wells + MiamiGenerational pic.twitter.com/lB9TxBfM2t— Bastien Fachan (@BastienFachan) March 20, 2023 Á síðasta ári varð Carlos Alcaraz yngsti tennisleikari sögunnar til að komast upp í efsta sæti heimslistans en það gerði hann með sigri á Opna bandaríska mótinu. Djokovic hefur unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í og var kominn aftur upp fyrir spænska strákinn. Það hjálpar hins vegar Alcaraz mikið að Serbinn missir af mörgum mótum vegna bólusetningarþrjósku sinni. Hann vann sinn hundraðasta leik á mótaröðinni um helgina en aðeins John McEnroe var fljótari af því. Tennis Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira
Alcaraz vann 6-3 og 62- sigur á Daniil Medvedev í úrslitaleiknum. Hann tapaði ekki setti á mótinu. Alcaraz er nítján ára Spánverji og náði með þessum sigri að taka toppsæti heimslistans af Serbanum Novak Djokovic. Alcaraz routs Medvedev in Indian Wells final, reclaims No. 1 ranking https://t.co/HrrWliZckF pic.twitter.com/coSMWzTcKp— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Alcaraz naut auðvitað góðs af því að hinn óbólusetti Djokovic mátti ekki koma til Bandaríkjanna og keppti því ekki á mótinu. Djokovic bað um undantekningu frá reglunni en fékk neikvætt svar. Hann hefur ekki viljað bólusetja sig við kórónuveirunni og það hefur haft mikil áhrif á tennisferil hans. Carlos Alcaraz var kátur með sigurinn á mótinu og því að ná efsta sæti heimslistans. „Hjá mér er draumurinn að rætast aftur. Auðvitað skiptir það mig miklu að vera á undan frábærum tennisleikurum eins og Novak. Þetta er stórkostleg tilfinning,“ sagði Carlos Alcaraz. Carlos Alcaraz' achievements as a 19-year-old:First teenager to beat Nadal on clayFirst male teenager to reach world No.1 in the Open EraFirst male teenager to win the US Open since 1990First male teenager to win Indian Wells + MiamiGenerational pic.twitter.com/lB9TxBfM2t— Bastien Fachan (@BastienFachan) March 20, 2023 Á síðasta ári varð Carlos Alcaraz yngsti tennisleikari sögunnar til að komast upp í efsta sæti heimslistans en það gerði hann með sigri á Opna bandaríska mótinu. Djokovic hefur unnið flest mót sem hann hefur tekið þátt í og var kominn aftur upp fyrir spænska strákinn. Það hjálpar hins vegar Alcaraz mikið að Serbinn missir af mörgum mótum vegna bólusetningarþrjósku sinni. Hann vann sinn hundraðasta leik á mótaröðinni um helgina en aðeins John McEnroe var fljótari af því.
Tennis Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira