„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. mars 2023 07:30 Vísir/Vilhelm „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt. Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt.
Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið