Enn einni eldflauginni skotið frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 10:07 Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa töluverðar áhyggjur af ítrekuðum eldflaugaskotum frá Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Enn einni eldflauginni var skotið frá Norður-Kóreu í morgun. Að þessu sinni var um að ræða skammdræga eldflaug og var henni skotið til austurs, á haf út frá Kóreuskaganum. Hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja eldflaugina hafa flogið um átta hundruð kílómetra í allt að fimmtíu kílómetra hæð, áður en hún hæfði skotmark sitt, samkvæmt frétt Reuters. Miklum fjölda eldflauga hefur verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum vikum og hafa þær verið af margvíslegum gerðum. Á meðal þeirra hafa verið eldflaugar hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem borið geta þau vopn hvert sem er í heiminum. Þessi þróunarvinna fer gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrr í vikunni var langdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu og var það gert skömmu fyrir fund þeirra Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, þar sem þeir voru meðal annars að ræða aukna samvinnu gegn Norður-Kóreu. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir að í kjölfar eldflaugaskotsins í morgun hafi Bandaríkjamenn sent B-1B sprengjuflugvél til Suður-Kóreu, þar sem hún verður notuð til æfinga. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan sama flugvél var notuð við aðrar æfingar yfir Suður-Kóreu. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Varnarmálaráðherra Japans fordæmdi eldflaugaskotið í morgun og sagði hegðun yfirvalda í Norður-Kóreu óásættanlega og ógna heimsfriði. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59 Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja eldflaugina hafa flogið um átta hundruð kílómetra í allt að fimmtíu kílómetra hæð, áður en hún hæfði skotmark sitt, samkvæmt frétt Reuters. Miklum fjölda eldflauga hefur verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum vikum og hafa þær verið af margvíslegum gerðum. Á meðal þeirra hafa verið eldflaugar hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem borið geta þau vopn hvert sem er í heiminum. Þessi þróunarvinna fer gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrr í vikunni var langdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu og var það gert skömmu fyrir fund þeirra Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, þar sem þeir voru meðal annars að ræða aukna samvinnu gegn Norður-Kóreu. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir að í kjölfar eldflaugaskotsins í morgun hafi Bandaríkjamenn sent B-1B sprengjuflugvél til Suður-Kóreu, þar sem hún verður notuð til æfinga. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan sama flugvél var notuð við aðrar æfingar yfir Suður-Kóreu. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Varnarmálaráðherra Japans fordæmdi eldflaugaskotið í morgun og sagði hegðun yfirvalda í Norður-Kóreu óásættanlega og ógna heimsfriði.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59 Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59
Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56