„Ég er bara á bleiku á skýi“ Hinrik Wöhler skrifar 18. mars 2023 15:59 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í dag. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár. „Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
„Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43