Egill Ólafs heiðraður á Hlustendaverðlaununum Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 10:53 Egill Ólafsson sendi myndbandskveðju á Hlustendaverðlaununum. Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var heiðraður á Hlustendaverðlaununum í gær. Ólafur Egilsson, sonur Egils, tók við verðlaununum og sýndi myndbandskveðju frá Agli þar sem hann þakkaði fyrir sig. Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira