Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2023 14:31 Frá flóttamannabúðum í Eleonas í Grikklandi. Konstantinos Zilos/Getty Images Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti. Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál
Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira