Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2023 14:31 Frá flóttamannabúðum í Eleonas í Grikklandi. Konstantinos Zilos/Getty Images Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti. Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál
Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira