Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2023 14:31 Frá flóttamannabúðum í Eleonas í Grikklandi. Konstantinos Zilos/Getty Images Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti. Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Rannsóknarblaðamenn spænska dagblaðsins El País og gríska blaðsins Solomon hafa á undanförnum sex mánuðum rannsakað meðferð grískra stjórnvalda og lögreglunnar á flóttafólki og hælisleitendum og niðurstöðurnar eru sláandi. Meira en 20.000 manns flutt ólöglega yfir til Tyrklands Á síðustu sex árum hefur lögreglan flutt yfir 20.000 manns með ólögmætum hætti yfir til Tyrklands, yfirleitt í skjóli nætur. Mannréttindasamtök á svæðinu hafa skráð hjá sér 374 tilvik þar sem þetta er gert. Áður en til þessara ólöglegu flutninga kemur hefur lögreglan safnað saman flóttafólki og hælisleitendum, bæði fólki sem komið hefur ólöglega inn í landið, sem og fólki sem er með pappírana í lagi og er með umsóknir sem hælisleitendur í gangi, lögreglan hirðir fólkið beinlínis upp af götunni og kemur því fyrir á afviknum stöðum, gömlum lögreglustöðvum eða herskálum, svo dæmi séu tekin. Þar er það geymt í nokkra daga, þar til búið er að safna 80-100 manns og þá er farið með það á litlum plastbátum yfir til Tyrklands. Lögregla hefur rænt meira en 2 milljónum evra af flóttafólki Andrés Mourenza, fréttaritari El País í Tyrklandi, og einn þeirra sem rannsakað hefur málið, lýsti meðferðinni sem þetta fólk fær áður en því er komið úr landi í nýlegu hlaðvarpi blaðsins Hann segir að lögreglumennirnir berji og misþyrmi fólkinu, dæmi eru um kynferðislegt ofbeldi og þeir hirði allar eigur þess, peninga, síma og önnur verðmæti. Varlega áætlað, segja blaðamennirnir, hafa lögreglumenn rænt á milli 2,2 til 2,8 milljónum evra af fólkinu. Í rannsókn sinni ræddu blaðamennirnir við hælisleitendur, starfsfólk opinberra stofnana sem vinnur að málefnum hælisleitenda, gríska lögreglumenn, lögfræðinga, íbúa Evros-héraðsins, austasta héraðs Grikklands, þaðan sem fólkið er flutt yfir til Tyrklands og starfsmenn mannréttindasamtaka sem starfa að málefnum flóttafólks á svæðinu. Krafa um að ESB rannsaki málið Málið hefur vakið mikla athygli innan Evrópusambandsins og nú þegar hafa nokkrir þingmenn Evrópuþingsins beint því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hafin verði opinber rannsókn á þessum ásökunum. Ísland hefur að undanförnu sent flóttafólk, sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi, aftur til Grikklands og íslensk stjórnvöld fullyrða að þar sé öryggi þeirra tryggt. Athugasemd: Síðustu setningu þessarar fréttar hefur verið breytt eftir að athugasemd barst frá dómsmálaráðuneytinu. Í upprunalegri frétt sagði að Ísland hefði sent hælisleitendur til baka til Grikklands. Það er ekki rétt, fólkið sem hefur verið sent til baka til Grikklands er flóttafólk sem þegar hefur fengið vernd. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Í umfjöllun spænskra og grískra fjölmiðla kemur skýrt fram að gríska lögreglan gerir ekki greinarmun á flóttafólki og hælisleitendum. Báðir hópar eru fórnarlömb ofbeldis og misþyrminga. Hér má kynna sér umfjöllun El País um málið. Hér er hægt að hlýða á hlaðvarp El País um málið. Hér má kynna sér umfjöllun Solomon um málið. Flóttamannaráð Evrópusambandsins (ECRE) hefur einnig fjallað um þetta mál
Grikkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira