Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 11:45 Tómas Valur Þrastarson er einn af betri varnarmönnum deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Diego Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta. „Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira