„Vorum bara að vinna þá á varnarleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega í skýjunum eftir magnaðan sigur liðsins gegn Tindastóli í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Þetta var geggjað. Við spiluðum líka svona leik við Njarðvík í síðustu viku og hann var geggjað skemmtilegur og það er bara gaman að taka þátt í svona leikjum alveg sama hvort þú vinnur eða tapar,“ sagði Lárus jónsson, þjálfari Þórs að leik loknum. „Þú ferð alltaf með gott bragð í munninum. Við fórum með gott bragð í munninum frá Njarðvík þó við höfum tapað þeim leik. Þá er maður svekktur, en þegar liðið þitt er að leggja allt í sölurnar þá er maður hrikalega kátur.“ Fyrir leik talaði Lárus um að líklega væri það frákastabaráttan sem myndi skilja liðin að í kvöld og eins og allt annað í leiknum var hún hnífjöfn. „Við tókum einu frákasti meira en þeir. Eigum við ekki að segja að við höfum unnið þá baráttu? En þeir eru besta frákastaliðið í deildinni þannig að það var mjög gott hjá okkur.“ „Ég fékk góða tilfinningu eftir fyrsta leikhlutann því þá vorum við að stoppa þá mjög vel og ég var líka með rosa góða tilfinningu í hálfleik. Þeir voru með 31 stig og við vorum bara að vinna þá á varnarleik og fá töluvert opnari skot heldur en þeir.“ „Í þriðja leikhluta fannst mér við byrja vel, en svo náðu þeir mjög mikið af trasition körfum í bakið á okkur. Svo fannst mér [Antonio] Woods vera alveg svakalegur fyrir þá þegar fór að líða á leikinn.“ Lárus hélt svo áfram að hrósa varnarleiki liðsins í leik kvöldsins. „Frábær vörn. Mér fannst Tómar [Valur Þrastarson] vera gera rosalega vel á Woods. Svo fannst mér vera smá tímapunktur þar sem þeir náðu yfirhöndinni, en Vinnie [Shahid] fer út af hjá okkur og þá fórum við að láta boltann flæða aðeins meira og þá settum við einhverja þrista og komum okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. 17. mars 2023 22:10 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Þetta var geggjað. Við spiluðum líka svona leik við Njarðvík í síðustu viku og hann var geggjað skemmtilegur og það er bara gaman að taka þátt í svona leikjum alveg sama hvort þú vinnur eða tapar,“ sagði Lárus jónsson, þjálfari Þórs að leik loknum. „Þú ferð alltaf með gott bragð í munninum. Við fórum með gott bragð í munninum frá Njarðvík þó við höfum tapað þeim leik. Þá er maður svekktur, en þegar liðið þitt er að leggja allt í sölurnar þá er maður hrikalega kátur.“ Fyrir leik talaði Lárus um að líklega væri það frákastabaráttan sem myndi skilja liðin að í kvöld og eins og allt annað í leiknum var hún hnífjöfn. „Við tókum einu frákasti meira en þeir. Eigum við ekki að segja að við höfum unnið þá baráttu? En þeir eru besta frákastaliðið í deildinni þannig að það var mjög gott hjá okkur.“ „Ég fékk góða tilfinningu eftir fyrsta leikhlutann því þá vorum við að stoppa þá mjög vel og ég var líka með rosa góða tilfinningu í hálfleik. Þeir voru með 31 stig og við vorum bara að vinna þá á varnarleik og fá töluvert opnari skot heldur en þeir.“ „Í þriðja leikhluta fannst mér við byrja vel, en svo náðu þeir mjög mikið af trasition körfum í bakið á okkur. Svo fannst mér [Antonio] Woods vera alveg svakalegur fyrir þá þegar fór að líða á leikinn.“ Lárus hélt svo áfram að hrósa varnarleiki liðsins í leik kvöldsins. „Frábær vörn. Mér fannst Tómar [Valur Þrastarson] vera gera rosalega vel á Woods. Svo fannst mér vera smá tímapunktur þar sem þeir náðu yfirhöndinni, en Vinnie [Shahid] fer út af hjá okkur og þá fórum við að láta boltann flæða aðeins meira og þá settum við einhverja þrista og komum okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. 17. mars 2023 22:10 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. 17. mars 2023 22:10