Þórir: Hafði tilfinningu fyrir því að Jón Þórarinn myndi eiga góðan leik í markinu Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2023 21:30 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur kvöldsins gegn Val Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira