„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 09:00 Harðverjar féllu í fyrrakvöld. Vísir/Hulda Margrét Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís. Hörður Olís-deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Hörður tapaði 33-30 fyrir ÍBV á Ísafirði í gærkvöld og er liðið því endanlega fallið. Það var viðbúið þar sem liðið er enn sigurlaust í deildinni en niðurstaðan þrátt fyrir það vonbrigði fyrir vestan. Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar.Úr einkasafni. „Við verðum bara að taka þessu með æðruleysi og berum höfuðið hátt. Þetta var náttúrulega í fyrsta skipti sem við komumst upp í Olís-deildina og það er margt sem við getum lært af þessu. Við komumst líka töluvert fyrr upp í Olís-deildina en okkar áætlun var. Við stefnum bara á að vera mætt aftur upp sem fyrst,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar. Félög hafa átt til að leggja árar í bát þegar fall liggur fyrir en Vigdís segir það ekki koma til greina. „Okkur finnst ekki sanngjarnt gagnvart bakhjörlum okkar, stuðningsmönnum eða öðrum að gefast upp. Við notum þetta sem reynslu inn í næsta tímabil. Það er það sem við erum sterk í. Við erum með frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur. Það eru ekki margir sem fá standandi klapp leik eftir leik þrátt fyrir að tapa,“ segir Vigdís. Íslenskir leikmenn vilji ekki á Ísafjörð Harðarliðinu hefur verið líkt við útlendingaherdeild þar sem liðið er að mestu skipað erlendum leikmönnum víða að. Vigdís segir það að nauðsyn gert þar sem íslenskir leikmenn vilji einfaldlega ekki vestur. Framtíðarsýnin sé þá að spila á heimamönnum. „Það eru tvö ár í að það komi rosalega flottir og efnilegir strákar upp í meistaraflokk og við bíðum mjög spennt eftir þeim. Okkur langar að gera þetta að megninu til á heimamönnum. Það er draumurinn okkar og það sem við stefnum á. Þess vegna erum við að þessu, við viljum hafa eitthvað fyrir ungu krakkana okkar til að koma upp í,“ segir Vigdís sem segir Harðverja hafa reynt við fjölmarga íslenska leikmenn í aðdraganda tímabilsins. „Fjölmiðlamenn tala mikið um að við séum að gera þetta á erlendum leikmönnum, já, en við höfum ekkert annað í boði í stöðunni. Ég veit ekki hversu marga íslenska leikmenn var rætt við til þess að reyna að fá hingað vestur,“ „Staðreyndin er bara sú að íslenskir leikmenn virðast ekki hafa áhuga á að koma hingað á Ísafjörð. Þeir eru bara með óraunhæfar kröfur. Við getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan,“ segir Vigdís.
Hörður Olís-deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira