Samkvæmt tölunum hefur slysunum alls ekki fjölgað síðasta áratuginn, þvert á það sem dómsmálaráðherra og formaður sambands lögreglumanna hafa haldið fram.
Þá fjöllum við um dóm héraðsdóms frá því í morgun þar sem Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í morgun sýknuð af kröfum Frigusar II ehf.
Einnig fáum við viðbrögð frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um útlendingalögin umdeildu sem samþykkt voru á dögunum í fjarveru hennar. Að minnsta kosti tveir varaþingmenn VG hafa sagt sig úr flokknum í kjölfarið.