Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir Árni Jóhannsson skrifar 16. mars 2023 22:04 Gat verið stoltur af liðinu sínu í kvöld eftir hetjulega frammistöðu Vísir/Bára Dröfn Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi. Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“ Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43