Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir Árni Jóhannsson skrifar 16. mars 2023 22:04 Gat verið stoltur af liðinu sínu í kvöld eftir hetjulega frammistöðu Vísir/Bára Dröfn Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi. Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“ Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43